Erlent

Sacre bleu! Fengu skaðabætur fyrir að vera ávörpuð á ensku

Óli Tynes skrifar
Dýrt er drottins orðið.
Dýrt er drottins orðið.
Kanadisk hjón hafa fengið sér dæmdar eina og hálfa milljón króna í skaðabætur frá flugfélaginu Air Canada vegna þess að þau voru ekki uppvörtuð á frönsku. Hjónin eru frá Quebec þar sem þorri manna talar frönsku. Talsverður hluti íbúa fylkisins vill raunar sjálfstæði frá Kanada.

En hvað um það samkvæmt kanadiskum lögum eru enska og franska jafnrétthá. Það þýðir að ríkisfyrirtæki þurfa að hafa tvítyngda starfsmenn í sinni þjónustu. Og um borð í vél þeirra hjóna var enginn frönskumælandi. Því fóru þau í mál og unnu.

Hjónin tala bæði reiprennandi ensku en er annt um sína frönsku því þetta eru ekki þeirra fyrstu málaferli. Árið 2002 fóru þau í mál við rútufyrirtæki í Ottawa vegna þess að bílstjórinn heilsaði þeim með „hello“ í staðinn fyrir „bonjour“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×