Viðskipti erlent

Uppgjör Goldman Sachs veldur vonbrigðum

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs skilaði mun minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins en spáð hafði verið. Hagnaðurinn nam rétt rúmlega 1 milljarði dollara eða 185 sent á hlut en spár gerðu ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 230 sent á hlut.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að hrap í tekjum bankans valdi því að hagnaðurinn er ekki meiri en fastar tekjur bankans drógust saman um 63% miðað við sama tímabil í fyrra.

Goldman Sachs hefur tilkynnt að bankinn muni segja upp um 1.000 af starfsmönnum sínum. Er það liður í sparnaðaraðgerðum sem eiga að skila bankanum 1,2 milljarða dollara sparnaði á ári.

Markaðurinn tók illa í tilkynningu Goldman Sachs um uppgjörið í morgun og féllu hlutir í bankanum um tæp 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×