Erlent

Tveir embættismenn teknir af lífi í Kína vegna spillingar

Kínversk stjórnvöld hafa tekið af lífi tvo háttsetta embættismenn í framhaldi af því að þeir voru dæmdir fyrir spillingu í starfi sínu.

Um er að ræða fyrrum varaborgarstjóra í borgunum Hangzhou og Suzhou. Þeir voru dæmdir fyrir fjárdrátt og mútuþægni en talið er að þeir hafi samtals aflað sér yfir 5 milljarða kr. með þessum hætti. Mál þeirra voru ekki tengd.

Spilling hjá embættismönnum í Kína er landlæg og veldur óróa meðal almennings í landinu. Samkvæmt frétt um málið á BBC hafa þó nokkrir háttsettir embættismenn verið teknir af lífi í Kína á undanförnum árum vegna spillingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×