Erlent

Hjónabandslottó meðal samkynhneigðra í New York

New York borg stendur nú fyrir hjónabandslottói meðal samkynhneigðra borgarbúa.

Borgaryfirvöld samþykktu nýlega að leyfa hjónaband meðal samkynhneigðra og er næsti sunnudagur fyrsti dagurinn sem samkynhneigðir geta gift sig í borginni.

Svo mikil ásókn var í að fá að giftast á þessum degi að ljóst var að ekki yrði hægt að anna öllum þeim beiðnum. Því var ákveðið að efna til þessa lottós en 764 heppin pör verða valin með þessum hætti og geta gift sig á sunnudag.

Umsóknir um giftingar samkynhneigðra í borginni eru hinsvegar hátt í 3.000 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×