Innlent

Flugmenn sömdu, yfirvinnubanni aflétt

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið til þriggja ára, hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og afléttu um leið yfirvinnubanni flugmanna.

Naumur meirihluti flugmanna felldi samning, sem gerður var nýverið og verður nýi samningurinn nú borinn undir atkvæði þeirra.

Í nýja samningnum er tekið meira tillit til starfsöryggis ungra flugmanna en í fyrri samningnum.

Flugmenn hjá Flugfélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með þó nokkrum meirihluta greiddra atkvæða og hefur verið boðað til sáttafundar í þeirri deilu síðdegis. Þeir hafa ekki boðað neinar aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×