Erlent

Tæplega 60 á götunni eftir stórbruna í Kaupmannahöfn

Tæplega 60 íbúar á Austurbrú í Kaupmannahöfn eru á götunni eftir að mikill eldsvoði eyðilagði þakíbúðir í fjölmennri íbúablokk í gærkvöldi.

Blokkin stendur við Ragnhildgade en eldsvoðinn kom upp síðdegis í gær. Slökkvistarfið tók langan tíma og lauk ekki fyrr en seint í gærkvöldi. Þegar yfir lauk höfðu 15 slökkviliðsbílar verið sendir á vettvang.

Einn af íbúunum var fluttur á slysadeild vegna reykeitrunar. Samkvæmt fyrstu fréttum kviknaði í úr frá potti á eldavél. Ljóst er að þakíbúðirnar eru gjöreyðilagðar og aðrar íbúðir mikið skemmdar vegna vatns og reyks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×