Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Úsbekistan

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Ferghana dalinn í Úsbekistan og annar skjálfti upp á 6,2 á Richter varð í nágrannríkinu Kirgistan í gærdag.

Ferghana dalurinn er þéttbýlasta svæðið í Mið Asíu en hann gengur í gegnum löndin Úsbekistan, Tadsjikistan og Kirgistan. Ekki hafa borist fréttir um mann- eða eignatjón af völdum þessara skjálfta. Hinsvegar náði Reuters fréttastofan tali af íbúa í borginni Kyrgys sem segir að skjálftarnir hafi verið mjög ógnvekjandi og að þeir hafi staðið yfir í langan tíma eða um 15 sekúndur.

Mið Asía er þekkt jarðskjálftasvæði. Árið 1996 jafnaðist Tasjkent höfuðborg Úsbekistan við jörðu í skjálfta sem mældist 7,5 á Richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×