Enski boltinn

Torres tryggði Chelsea Asíubikarinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Torres skoraði í dag
Torres skoraði í dag
Chelsea sigraði Aston Villa 2-0 í úrslitum Asíubikarsins í dag þar sem Fernando Torres tryggði sigurinn með marki skömmu eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Chelsea fékk sannkallaða óskabyrjun í leiknum þegar Josh McEachran kom boltanum fram hjá Shay Given eftir aðeins 30 sekúndur en Given hafði í tvígang varið meistaralega í aðdragandanum. Fernando Torres skoraði seinna markið á 59. mínútu með góðu skoti og tryggði öruggan og sannfærandi sigur.

Blackburn hafnaði í þriðja sæti keppninnar með því að sigra Kitchee örugglega 3-0 á Hong Kong leikvanginum. Mauro Formica skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik og þeir David Dunn og Nick Blackman, víti, skoruðu hin mörkin tvö í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×