Enski boltinn

Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf.
Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. AFP
Svíinn Sven Göran Eriksson, sem var þjálfari enska landsliðsins í fótbolta, telur að Portúgalinn Jose Mourinho ætti að sækjast eftir því að komast í það starf. Eriksson telur að Mourinho sé rétti maðurinn fyrir England en Ítalinn Fabio Capello er þjálfari liðsins.

Undir stjórn Mourinho vann Chelsea enska meistaratitilinn í tvígang og ensku bikarkeppnina einu sinni. Hann er því virtur á Englandi fyrir þann árangur sem hann hefur náð en Mourinho er nú knattspyrnustjóri hjá Real Madrid á Spáni.

„Það myndi ekki koma mér á óvart ef Mourinho sé efstur á blaði hjá enska knattspyrnusambandinu.  Það er ekki lengur í umræðunni hér á Englandi að þjálfari enska liðsins þurfi að vera enskur,“  sagði Eriksson en hann er knattspyrnustjóri Leicester í ensku 1. deildinni.  „Það myndi enginn kvarta yfir þeirri ráðningu, og miðað við árangur hans á síðustu 10 árum þá tel ég hann vera einn af þeim allra bestu í faginu. Þeir sem hafa starfað við fótbolta á Englandi vilja alltaf koma til baka, það elska allir enska boltann, þjálfarar og leikmenn,“ bætti Eriksson við.  

Samningur Cappello við enska knattspyrnusambandið rennur út eftir Evrópukeppnina á næsta ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×