Innlent

Ársverkum lögreglunnar fækkar

Fækkun á ársverkum lögreglumanna nemur 11% frá árinu 2006 samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2010.

Í skýrslunni er ástæða færri verka lögreglu sögð vera sú að embættin hafi oft ekki ráðið í þær stöður sem losna vegna niðurskurðarkröfu sem þau hafi þurft að mæta af hálfu stjórnvalda. T öluverð fækkun hefur orðið á starfsmönnum lögreglunnar milli ára.

Alls var 661 lögreglumaður og 68 héraðslögreglumenn starfandi þann 1. febrúar 2010 samanborið við 712 lögreglumenn og 78 héraðslögreglumenn árið 2009. Þá voru 44 lögreglunemar í Lögregluskólanum í byrjun árs 2009, en á sama tíma árið 2010 voru þeir engir.




Ársverkum hefur fækkað í öllum embættum frá árinu 2006, að Selfossi og Hvolsvelli undanskildum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×