Innlent

Vilja nefndarfund um stöðuna á mörkuðum

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Efnahags- og skattanefnd hafa óskað efti fundi í nefndinni sem fyrst í þessari viku til þess að ræða þær hræringar sem nú eru á alþjóðamörkuðum.

Í bréfi til Helga Hjörvar formanns nefndarinnar, fara þeir fram á að nefndin kalli á sinn fund sérfræðinga frá háskólum, Seðlabankastjóra og fulltrúa frá fagráðuneytum og ræði við þá hugsanlegar afleiðingar ólgunnar á íslensk efnahagsmál.

„Einnig verði rætt við fulltrúa almennu lífeyrissjóðanna um áhrif þessara hræringa á verðmæti erlendra eigna þeirra og þar með á kjör lífeyrisþega þeirra,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×