Viðskipti erlent

Eins og að hlusta á Atla Húnakonung ræða um mannréttindi

George Monbiot dálkahöfundur hjá Guardian segir að þegar ESB segi Íslendingum og Færeyingum að þeir eigi að stunda "ábyrga nútíma fiskveiðistjórnun" sé það eins og að þurfa að hlusta á fyrirlestur um mannréttindi hjá Atla Húnakonungi.

ESB fari nú hamförum gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílveiða þeirra. Það sé eingöngu vegna þess að ESB vill sjálft arðræna þennan fiskistofn. Staðreyndin sé sú að engin auðug ríki í heiminum hafi stjórnað fiskveiðum sínum jafnilla og ESB með hörmulegum afleiðingum.

Monbiot segir að engar samningaviðræður séu í gangi og telur litlar sem engar líkur á að ESB og Noregi takist að semja um makrílveiðarnar við Ísland og Færeyjar. Enginn af þessum deiluaðilum vilji gefa tommu eftir af eigin kvótum til að ná samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×