Viðskipti erlent

Fjögur AAA fyrirtæki eftir í Bandaríkjunum

Sem stendur eru fjögur fyrirtæki í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunnina AAA, það er hærri einkunn en landið sjálft. Þetta eru Automatic Data Processing, Exxon Mobil, Johnson & Johnson og Microsoft.

Fjallað er um málið á CNN Money. Þar er haft eftir Kevin Giddis forstjóra hjá Morgan Keegan að sé ákveðin kaldhæðni fólgin í því að til séu AAA fyrirtæki í AA landi.

Standard & Poor´s staðfesti AAA einkunn fyrrgreindra fyrirtækja í gærdag. Fram kemur í umsögn matsfyrirtækisins að ekkert af þessum fjórum fyrirtækjum eru fjármálafyrirtæki og þar með séu þau einangruð frá áhrifunum af lækkun lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. Lækkunin hafi því ekki áhrif á getu þeirra til að standa við skuldbindingar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×