Innlent

Ekki lagt til að hækka matarskattinn

Ekki var tilkynnt um hækkun á virðisaukaskatti á matvæli, að loknum sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna í gærkvöldi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur meðal annars skoðað þann möguleika til að stoppa upp í fyrirsjáanlegt fjárlagagat á næsta ári.

Nefndin fundaði með formönnum flokkanna í gær og að því loknu hófst þingflokkafundurinn. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðraði þá hugmynd í mars, að samræma mismunandi virðisaukaskatt í einn 20 prósenta skatt, en virðisaukaskattur á matvæli eru nú sjö prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×