Tónlist

Úlfur Úlfur sýnir sitt fyrsta myndband

Rappsveitin Úlfur Úlfur hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Lupus Lupus. Úlfur Úlfur er nýtilkomin þriggja manna sveit sem hefur verið mjög virk þrátt fyrir stuttan starfsferil. Bæði hefur hún sent frá sér nokkur lög og komið fram á mörgum tónleikum, nú síðast um helgina með bræðrunum Friðriki Dór og Jóni Jónssyni.

Í fréttatilkynningu frá sveitinni kemur fram að margt sé á döfinni á næstunni, meðal annars samstarf við þekkta listamenn í nýjum lögum. Um næstkomandi helgi kemur Úlfur Úlfur síðan fram á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki ásamt Valdimari, BlazRoca, Múgsefjun, Emmsjé Gauta og Geirmundi Valtýssyni. Föstudaginn 19. ágúst mun sveitin svo spila á kveðjutónleikum Rökkurró á Faktorý.

Myndbandið við Lupus Lupus er hægt að sjá hér fyrir ofan en það má einnig finna á YouTube. Nánari upplýsingar um sveitina má svo finna á Facebook-síðu hennar, facebook.com/ulfurulfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×