Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.  

Grindavíkurliðið var aðeins búið að fá eitt stig í fyrstu ellefu umferðunum fyrir leik kvöldsins en Shanika Gordon var hetja liðsins í leiknum. Shanika Gordon kom Grindavík tvisvar yfir í leiknum og kom sigurmark hennar fjórum mínútum fyrir leikslok þegar Aftureldingarliðið var búið að spila manni færri í langan tíma.

Fjolla Shala tryggði Fylki 3-1 sigur á Þór/KA með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

KR vann mikilvægan 3-0 heimasigur á Þrótti og náði þar með fjögurra stiga forskoti á Þrótt í baráttunni um áttunda og síðasta örugga sætið í deildinni.



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Stjarnan-Valur 2-1

0-1 Laufey Ólafsdóttir (23.), Ásgerður Baldursdóttir, víti (67.), 2-1 Helga Franklínsdóttir (90.+1)

Fylkir - Þór/KA 3-1

(1-0 Heiða Dröfn Antonsdóttir (10.), 1-1 Manya Makoski (25.), 2-1 Fjolla Shala (30.), 3-1 Fjolla Shala (35.)

Grindavík - Afturelding 2-1

1-0 Shanika Gordon (25.), 1-1 Sjálfsmark (26.), 2-1 Shanika Gordon (87.)

KR - Þróttur R. 3-0

(1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (7.), 2-0 Keli M Mclaughlin (24.),  3-0 Sigrún Inga Ólafsdóttir (57.)

ÍBV - Breiðablik 2-2

0-1 sjálfsmark (38.), 1-1  Danka Podovac (50.), 1-2 Petra Rut Ingvadóttir (65.), 2-2 Danka Podovac, víti, (84.)

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×