Íslenski boltinn

Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Heimir í gallanum góða. Honum var kastað fyrir róða í kvöld.
Heimir í gallanum góða. Honum var kastað fyrir róða í kvöld.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar.

"Ég tapaði veðmáli. Ég vil ekki segja um hvað veðmálið var né við hvern það var. Það á ekki erindi í fjölmiðla heldur höldum við því innan liðsins," sagði Heimir léttur.

Hann náði reyndar að lauma sér í þjálfaraúlpuna í síðari hálfleik þegar það fór að kólna. Var nokkuð kvartað að hann skildi ekki hafa frakka til taks. Hann tók þó ekki eftir því.

"Úlpan er fylgihlutur af mér og það hefði verið óánægja ef ég hefði ekki aðeins rifið í úlpuna. Úlpan landaði þessum þrem stigum. Það er ekki spurning."

Þjálfarinn vildi ekki gefa upp hvort hann ætlaði sér að vera í jakkafötum aftur í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×