Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:49 Ólafur Jóhannesson Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00