Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:49 Ólafur Jóhannesson Mynd/Stefán Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins. Ólafur segist vera að hugsa til framíðar með vali sínu á Hannesi Þór og Haraldi. Haraldur hafi komið inn í hópinn fyrir leikinn gegn Kýpur ytra. Þá hafi Hannes Þór verið í hópnum þegar hann var á mála hjá Fram. „Já, það var kannski hugsunin á bakvið það. Þessir tveir hafa staðið sig einna best af þeim sem við eigum í sumar. Það er ekki langt í að það verði kynslóðaskipti á markvörðum. Þannig að mér fannst upplagt að velja þá að minnsta kosti núna. Þeir fá nasaþefin af því hvernig þetta er.“ Ólafur vill ekkert gefa upp hvort valið nú gefi til kynna hvaða markverðir verði fyrir valinu fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur. „Ég útiloka alls ekki Gunnleif. Hann er frábær markvörður en ég ákvað að taka þessa tvo með mér fyrir þennan leik.“ Ólafur segist hafa átt langt spjall við Grétar Rafn Steinsson sem gefi ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna. Þá hafi Ragnar Sigurðsson ekki verið valinn að þessu sinni. Ragnar dró sig út úr landsliðshópnum gegn Dönum í júní vegna þess að hann stóð í flutningum erlendis. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi OB Odense í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson hefur einnig glímt við meiðsli. Ólafur reiknar með því að þeir verði klárir gegn Ungverjum. „Rúrik er búinn að vera í smámeiðslum og spilaði reyndar ekki í Evrópukeppninni í gær. Hann verður hugsanlega með á laugardaginn (í dönsku deildinni með OB) og ætti að vera tilbúinn í leikinn. Sama er með Gylfa. Hann er á undirbúningstímabilinu. Menn eru að æfa mikið og þá koma oft upp smámeiðsli hér og þar. En það er ekki alvarlegt,“ segir Ólafur. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason fengu áminningu í leiknum gegn Dönum í júní. Þeir eru því í banni í leiknum gegn Noregi ytra 2. september. „Ég tók þá ákvörðun að velja þá ekki í þann leik enda þessi leikur hugsaður sem undirbúningur fyrir Noregsleikinn. Ég talaði við þá báða og sagði þeim að ég myndi sleppa þeim í þessum leik,“ sagði Ólafur. Ungverjar sitja í 47. sæti heimslistans en Íslendingar í 121. sæti. Það má því reikna með erfiðum leik í Búdapest. „Ég held að næstum því allar þjóðir sem við höfum spilað við hafa verið hærra skrifaðar en við. Þetta er náttúrulega kærkomið tækifæri fyrir okkur að undirbúa okkur og hittast aðeins áður en við spilum leikina við Noreg og Kýpur.“ Ólafur segist ekkert vera farinn að hugsa um næstu undankeppni og hvort hann haldi áfram sem landsliðsþjálfari. „Nei, ég er bara að hugsa um að klára þetta í september. Síðan koma hlutirnir í ljós,“ sagði Ólafur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson. 3. ágúst 2011 16:00