Viðskipti erlent

Bandaríkin halda lánshæfiseinkunn sinni

Matsfyrirtækin Moody´s og Fitch Ratings hafa ákveðið að Bandaríkin haldi topplánshæfiseinkunn sinni AAA en hún er sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Standard & Poor´s hefur einnig sett einkunnina á athugunarlista.

Í áliti Moody´s segir að lánshæfiseinkunnin verði lækkuð ef Bandaríkjamenn slaki á sparnaðaraðgerðum sínum og ef ekki komi til frekari niðurskurðar hjá hinu opinbera árið 2013. Aukinn lánskostnaður Bandaríkjanna gæti einnig lækkað einkunnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×