Viðskipti erlent

Allir markaðir í rauðum tölum

Markaðir í Asíu lokuðu allir í rauðum tölum í nótt og fylgdu þar með í kjölfar Wall Street í gærkvöldi.

Helstu hlutabréfavísitölur á Asíumörkuðum eins og Nikkei í Japan og Hang seng í Hong Kong lækkuðu um rúm 2% í nótt en kvöldið áður hafði Dow Jones vísitalan einnig lækkað um rúm 2%.

Þetta var áttundi dagurinn í röð sem Dow Jones vísitalan lækkar og hefur slíkt ekki gerst síðan árið 2008.

Lækkanir á mörkuðum nú skýrast einkum af nýjum hagtölum frá Bandaríkjunum sem sýna áfram bágborið ástand í efnahagslífi landsins.

Bandaríska léttolían lækkaði einnig um 2% í nótt og stendur í rúmum 93 dollurum á tunnuna. Gull heldur hinsvegar áfram að hækka og stendur nú í 1.660 dollurum á únsuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×