Viðskipti erlent

Brottkast á þorski á miðum ESB kostar hundruð milljarða

Brottkast á þorski á miðum Evrópusambandsins hefur kostað hundruð milljarða króna á undanförnum árum.

Þetta er niðurstaða úttektar sem gáfnaveitan The New Economics Foundation hefur sent frá sér. Gáfnaveitan ályktar að þorski fyrir yfir 500 milljarða króna hafi verið hent í sjóinn á tímabilinu frá 1963 til 2008.

Um er að ræða brottkast á þorski af skipum sem stundað hafa veiðar á Ermasundi, Skagerrak og Norðursjó. Tvær mestu þorskveiðiþjóðirnir á þessum hafsvæðum hafa verið Bretar og Danir.

Brottkastið þýðir að fyrir hverja 100 þorska sem landað hefur verið á fyrrgreindu tímabili var 140 hent aftur í sjóinn.

The New Economics Foundation byggir úttekt sína m.a. á upplýsingum frá Alþjóðlega hafrannsóknarráðinu sem metur árlega hve brottkastið er mikið og hve vrðmætur aflinn er sem hent er fyrir borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×