Viðskipti erlent

Krugman: Bandaríkin að breytast í bananalýðveldi

Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir frumvarpið um hækkun á skuldaþaki Bandaríkjanna sé stórslys og marki fyrstu sporin á langri leið Bandaríkjanna í áttina að bananalýðveldi.

Krugman er mjög harðorður á bloggi sínu í New York Times um málið. Hann segir að frumvarpið sé fullkominn ósigur fyrir Barack Obama bandaríkjaforseta og Demókrataflokkinn. Það sýni líka að öfgahægrið í Bandaríkjunum geti beitt nakinni fjárkúgun gegn stjórnvöldum án nokkurs pólitísks kostnaðar. Slíkt muni breyta Bandaríkjunum í bananalýðveldi að lokum.

Þá segir Krugman að frumvarpið sé óðs manns æði út frá hagfræðilegum forsendum. Mikill niðurskurður og engar skattahækkanir muni veikja ennfrekar bandarískt efnahagslíf sem var ekki burðugt fyrir.

Niðurskurðinum megi líkja við skottulækningar á miðöldum þegar læknar meðhöndluðu sjúklinga sína með því að taka af þeim blóð þannig að þeir urðu mun veikari á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×