Enski boltinn

Barton má fara frá Newcastle

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það er aldrei rólegt í kringum Joey Barton
Það er aldrei rólegt í kringum Joey Barton
Enski miðjumaðurinn og ólátabelgurinn Joey Barton má yfirgefa Newcastle á frjálsri sölu eftir að hafa farið mikinn á twitter síðasta sólarhringinn þar sem hann hefur gagnrýnt eigendur og stjórnendur Newcastle og rifist við stuðningsmann félagsins.

Barton hefur meðal annars sagt að ekki sé hægt að láta allt flakka sem hann vilji láta flakka um stjórnendur félagsins þar sem hann yrði sektaður fyrir og hann sagði að hann sé ekki tilbúinn að taka þátt í fallbaráttu í vetur og félagið þurfi að laga sín mál til að koma í veg fyrir það.

Ummæli Barton fóru ekki vel í stjórn Newcastle sem ákvað bjóða hann öðrum félögum á frjálsri sölu en hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að finna sér nýtt félag þar sem hann lék frábærlega á síðustu leiktíð og virðist hafa náð betri tökum á einkalífinu þó spurning sé hvort nýir vinnuveitendur setji twitterbann í samninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×