Enski boltinn

Balotelli: Ég þoli ekki Manchester-borg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það má ekki líta af Mario Balotelli og þá er hann kominn í vandræði. Balotelli stóð sig vel með Manchester City í úrslitaleik Dublin-bikarsins í gær, skoraði mark og fékk hrós frá stjóranum Roberto Mancini eftir leikinn. Hann talaði hinsvegar "af sér" í sjónvarpsviðtali eftir leikinn.

„Mér líður skelfilega í Manchester og ég þoli ekki borgina," sagði hinn tvítugi Mario Balotelli við ítalska sjónvarpsstöð.

„Það er allt í góðu á milli mín og leikmannanna sem og á milli mín og stjórans. Vandamálið er bara að borgin er ekki fyrir mig," sagði Balotelli.

„Það eina sem ég get gert er að dúsa heima með vinum og fjölskyldunni," sagði Balotelli en hann hefur aldrei leynt þeim draumi sínum að spila fyrir AC Milan.

„Við sjáum til hvað gerist en ég verð alltaf tengdur Mílanó-borg," sagði Balotelli sem lék áður með Inter Milan en var aldrei tekinn í sátt hjá stuðningsmönnunum meðal annars vegna þess að hann var stuðningsmaður AC Milan þegar hann var yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×