Enski boltinn

Henry ætlaði að fá að spila síðustu fimm með Arsenal - FIFA sagði nei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir móttökurnar.
Thierry Henry þakkar stuðningsmönnum Arsenal fyrir móttökurnar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierry Henry fékk ekki leyfi til þess að spila með sínu gamla félagi á Emirates-bikarnum í gær. Henry, sem var kominn á Emirates-völlinn með bandaríska liðinu New York Red Bulls, hafði fengið leyfi frá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, um að skipta um búning í lokin og spila síðustu fimm mínútur leiksins með Arsenal-liðinu.

Franski framherjinn fékk hinsvegar ekki leyfi frá FIFA þar sem reglurnar segja að leikmaður megi ekki spila með báðum félögum í sama leiknum og skiptir þar engu máli þótt aðeins sé um vináttuleik að ræða.

Thierry Henry fékk hinsvegar góðar mótttökur frá 60 þúsund stuðningsmönnum Arsenal sem mættu á leikinn og lyfti síðan Emirates-bikarnum í lokin eftir að New York Red Bulls vann mótið með því að ná 1-1 jafntefli við Arsenal.

„Ég ætlaði að fá að spila með Arsenal og ég er viss um að stuðningsmennirnir hefðu viljað sjá það. Við fengum að vita það í hálfleik að það væri ekki leyfilegt, asnalegar reglur," sagði Thierry Henry við The Sun. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu Arsenal og vann tvo meistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×