Ólafur Björn: Er fullur sjálfstrausts Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2011 20:02 Ólafur Björn Loftsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, sem nú keppir á Wyndham-mótinu á bandarísku atvinnumannaröðinni, var ánægður að loknum fyrsta keppnisdeginum. Ólafur Björn lék á tveimur höggum undir pari eftir að hafa fengið skramba á fyrstu holu. Hann var fljótur að jafna sig á því og fékk þrjá fugla á næstu fimm holum. Hann er sem stendur í 32.-57. sæti af rúmlega 150 kylfingum og því í góðri stöðu fyrir niðurskurðinn á morgun. Þá hefur hann leik klukkan 17.50 að íslenskum tíma. „Ég hef engu að tapa í þessu móti og spilaði grimmt. Ég notaði driver á öllum holum nema einni og hitti allar brautir nema tvær." „Svo var sjálfstraustið gott hjá mér, ég var að koma mér í mörg fuglafæri og náði að setja niður nokkur góð pútt. Það vantaði reyndar aðeins upp á það á seinni níu en ég var samt að koma mér í góða sénsa." „Þetta hefði alveg getað verið enn betri hringur hjá mér í dag og er ég því fullur sjálfstrausts fyrir morgundaginn." Nánar er rætt við Ólaf Björn í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira