Innlent

Þyrla frá Norðurflugi sinnir björgunarflugi

Þyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi í Kverkfjöllum í dag þar sem engin þyrla er til taks hjá Landhelgisgæslunni.
Þyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi í Kverkfjöllum í dag þar sem engin þyrla er til taks hjá Landhelgisgæslunni. Mynd/Anton Brink
Þyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi fyrir Landhelgisgæsluna í Kverkfjöllum í dag, en TF-LÍF, eina starfandi þyrla gæslunnar, bilaði í gær og var því engin þyrla tiltæk þegar óhappið varð.

Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir klukkan tvö í dag, þar sem svissneskur ferðamaður hafði slasast í Kverkfjöllum. Svo virðist sem ís hafi fallið á fætur mannsins og telja samferðamenn hann vera brotinn á báðum fótum.

Hin þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ er í reglubundnu viðhaldi og verður ekki nothæf fyrr en í næsta mánuði. Beðið er eftir varahlutum frá Noregi svo hægt sé að gera við TF-LÍF, en búist er við að hún verði aftur komin í gagnið á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×