Fótbolti

Inter og Anzhi ósammála um kaupverðið á Eto’o

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto’o dansaði örugglega af gleði eftir að nýi samningurinn var í höfn.
Samuel Eto’o dansaði örugglega af gleði eftir að nýi samningurinn var í höfn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er tilbúið að borga Samuel Eto’o næstum því tvöfalt meira í árslaun en Barcelona borgar Lionel Messi en það gengur illa hjá rússneska félaginu að semja við Inter um kaupverð á Kamerúnanum.

Eto’o hitti forráðamenn Anzhi í Mílanó og gekk frá þriggja ára samningi sem skilar honum 20 milljónum evra í laun á ári eða 3,2 milljörðum íslenskra króna. Cristiano Ronaldo er með 12 milljónir evra í árslaun hjá Real Madrid og Lionel Messi fær 10,5 milljónir evra í árslaun hjá Barcelona.

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Inter vilji fá 30 milljónir evra fyrir Samuel Eto’o en að Anzhi vilji ekki borga meira en 24 milljónir evra fyrir framherjann.

Eto’o er bara þrítugur á því enn eftir nokkru góð ár. Hann hefur raðað inn mörkum hjá bæði Barcelona og Inter og hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×