Innlent

Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla um hádegisbilið. Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Kópavogi fóru á staðinn og komu henni í sjúkrabíl nú fyrir skömmu. Hún er nú komin undir læknishendur.

Konan er ekki mikið slösuð, en hún var ein á gangi á svæðinu og virðist hafa orðið fótaskortur. Hún slasaðist á fæti við fallið og sagði talsmaður slysavarnarfélagsins Landsbjargar að hjálparsveitarmenn hefðu talið að um ökklabrot væri að ræða.

Hjálparsveitin bar konuna um 600-800 metra leið að björgunarsveitarbíl sem svo flutti hana þangað sem sjúkrabíll komst að.

Konan hringdi í son sinn þegar óhappið varð, en það var sonur hennar sem svo hringdi eftir aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×