Innlent

Gunnar hleypur fimmta og síðasta hlaupið

Gunnar Ármansson fór fyrst að hlaupa af alvöru eftir krabbameinsmeðferð, en hann greindist með hvítblæði árið 2005
Gunnar Ármansson fór fyrst að hlaupa af alvöru eftir krabbameinsmeðferð, en hann greindist með hvítblæði árið 2005 Mynd Hlaup.is
Gunnar Ármannsson hleypur á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu, fimmta hlaupið í áheitahlauparöðinni til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Í vor og sumar hefur Gunnar hlaupið fjögur hlaup til styrktar Krabbameinsfélaginu undir slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það".

Gunnar greindist með hvítblæði á Þorláksmessu árið 2005 og eru nú um 5 ár síðan hann lauk lyfjameðferð og ákvað hann því að hlaupa fimm áheitahlaup til styrktar félaginu. Áheitahlaupin sem búin eru hafa verið hvert með sínu sniði; Parísarmaraþonið, 100 km  hlaupið, Laugavegurinn, Jökulsárhlaupið og nú loks Reykjavíkurmaraþonið.

Hægt er að lesa um reynslu Gunnars og hugleiðingar hans á bloggsíðunni hans.

Nú þegar hafa margir lagt málefninu lið og styrkt átakið með því að leggja inná söfnunarreikning félagsins 0301-26-102005, kt. 700169-2789 og í gegn um síðuna Hlaupastyrkur.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×