Innlent

Sveitarfélögin ætla ekki að hvetja til ófriðar eða átaka

Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara.
Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Mynd/GVA
„Aðilar eru sammála um að vera ósammála" segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, að loknum fundi um framkvæmd mögulegs verkfalls. Fundurinn hófst klukkan ellefu í dag og lauk stuttu fyrir hádegi.

„Samband íslenskra sveitarfélaga ætlar ekki að hvetja til ófriðar við leikskóla eða átaka, en þau munu senda frá sér ný tilmæli í dag." segir Haraldur. Hann segist ekki vita hvað komi til með að felast í þeim tilmælum.

Haraldur segir þá túlkun leikskólakennara á viðmiðunarreglum í verkfalli standa, að ekki verði tekið á móti börnum í deildum þar sem deildarstjórar eru í félagi leikskólakennara.

Ekki er komin nánari tímasetning á nýjum samningafundi forsvarsmanna leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna, en áætlað er að hann fari fram annað hvort í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×