Innlent

ÞÍ lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara

Þroskaþjálfafélag Íslands hefur lýst yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í yfirstandandi kjarabaráttu.
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur lýst yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í yfirstandandi kjarabaráttu.
Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í kjarabaráttu sinni og hvetur sveitarfélögin til að virða starf leikskólakennara að verðleikum.

„Það er löngu tímabært að meta starf þeirra sem sinna samborgurum sínum til jafns við störf þeirra sem sýsla með fjármuni.“ segir í fréttatilkynningunni, en félagið telur hættu á brotthvarfi úr stéttinni, verði kjör leikskólakennara ekki leiðrétt. „Börnin okkar mega ekki við því að hafa færri fagmenn inni á leikskólunum.“

Félagið segir mikla faglega uppbyggingu hafa átt sér stað á liðnum árum, og það oft á tíðum við erfiðar aðstæður. „Samfélagið felur leikskólum og leikskólakennurum mikla ábyrgð sem stéttin stendur svo sannarlega undir. ÞÍ hvetur því viðsemjendur leikskólakennara til að virða starf þeirra að verðleikum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×