Innlent

Yfir 20 þúsund krefjast afnáms verðtryggingar

Mynd úr safni
Meira en 20.000 undirskriftir hafa nú safnst í undirskriftasöfnun heimilanna fyrir áfnámi verðtryggingar og almennum lánaleiðréttingum, eins og segir í tilkynningu frá samtökunum.

Þátttakendum fer samkvæmt teljara vefsíðunnar stöðugt fjölgandi og má því gera ráð fyrir að söfnunin nái innan skamms helmingnum af þeim 50.000 undirskriftum sem Hagsmunasamtök heimilanna stefna að fyrir 1. október.

Þá hefur samtökunum borist liðsauki frá hópi listamanna, sem koma mun fram undir merkjum undirskriftasöfnunarinnar á Menningarnótt.

Dagskráin fer fram neðarlega á Skólavörðustígnum en þar verða einnig sjálfboðaliðar samtakanna með nettengdar tölvur fyrir þá sem vilja skrá nafn sitt á listann, auk þess sem hægt verður að skrifa á lista sem liggja fyrir á staðnum.

Alþingismönnum hefur verið boðið að gerast sjálfboðaliðar og taka við undirskriftum en samkvæmt tilkynningu frá hagsmunasamtökunum liggur ekki fyrir hversu margir taka þátt, ef einhverjir.

Undirskriftasöfninin fer fram á síðunni undirskrift.heimilin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×