Innlent

Deila enn um fyrirkomulag verkfalls

Mynd úr safni
Boðað hefur verið til nýs fundar um framkvæmd yfirvofandi verkfalls leikskólakennara, klukkan ellefu í dag.

Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands óskuðu eftir fundi í gær með fulltrúum sveitarfélaganna vegna málsins en þessir aðilar túlka verkfallsreglur á gjörólíkan hátt.

Fundað var stíft í gær fram til klukkan hálf sjö um kvöldið, en þá var fundi slitið án niðurstöðu. Enn er því uppi ágreiningur um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíka tilhögun vera verkfallsbrot.

Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu leikskólakennara, en þeir krefjast ellefu prósenta launahækkunar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×