Erlent

Málari í fangelsi fyrir skattsvik

Nerdrum segir þetta tilraun til að reka sig fram í sjálfsmorð.
Nerdrum segir þetta tilraun til að reka sig fram í sjálfsmorð. Mynd/HARI
Norski listmálarinn Odd Nerdrum var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir gróf skattsvik. Hann er sakfelldur fyrir að selja málverk að andvirði nær 300 milljóna íslenskra króna án þess að gefa það upp til skatts á tímabilinu 1998-2002. Hann var og dæmdur til að greiða 10.000 norskar krónur ( 210.000 isk) í sekt.

Nerdrum hefur 14 daga frest til að áfrýja dómnum. Enn er ekki ljóst hvort hann nýtir þann möguleika.

Fram hefur komið að Nerdrum geymdi háar fjárhæðir á bankabókum í Austturríki. Dómstóllinn telur hafið yfir allan vafa að ástæða þess hafi verið sú að skjóta fjármunum undan skatti.

Nerdrum segir málið allsherjar þvætting. „Þetta er tilraun til að rústa mannorði mínu," segir hann og bætir við hann hafi alltaf vitað að norska ríkið myndi drepa sig.

Nerdrum gerðist íslenskur ríkisborgari árið 2003 bjó hér til ársins 2007. Í viðbót við allt annað skuldar hann hér á landi um 44 milljónir króna. Tollstjórinn í Reykjavík hefur krafist gjaldþrotaskipta á búi félags í eigu hans. Honum er gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur 7. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Skuldar 44 milljónir á Íslandi

Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×