Viðskipti erlent

Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan.

Fitch segir að undirstöður lánshæfis Bandaríkjanna séu enn traustar. Hinsvegar gerir matsfyrirtækið þann fyrirvara að ef sérstakri þingnefnd takist ekki að komast að samkomulagi um 1.200 milljarða dollara niðurskurð á fjárlögum hins opinbera í Bandaríkjunum muni Fitch endurskoða mat sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×