Viðskipti erlent

Fimm tóbaksfyrirtæki í mál gegn FDA

Fimm bandarísk tóbaksfyrirtæki hafa höfðað mál gegn FDA matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.

Ástæðan málshöfðunarinnar er ný löggjöf sem skyldar tóbaksfyrirtækin til þess að vera með áberandi aðvaranir á sígrettupökkum sínum um skaðsemi tóbaksreykinga.

Fyrirtækin segja að löggjöf þessi sé brot á þeim ákvæðum bandarísku stjórnarskráinnar sem kveða á um tjáningarfrelsi. Löggjöfin á að taka gildi í september á næsta ári.

FDA hefur ekki tjáð sig um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×