Viðskipti erlent

Rússlandsmarkaður fer illa með Carlsberg

Danski bruggrisinn Carlsberg hefur dregið verulega úr væntingum sínum um hagnað ársins vegna vandamála á Rússlandsmarkaði.

Vandamálin þýða að hagnaður Carlsberg í ár verður allt að 900 milljónum danskra kr., eða nær 20 milljörðum kr.,  minni en áætlað var í upphafi ársins. það er sambland af verulega hækkuðum áfengisgjöldum á öl í Rússlandi samfara slæmu veðri sem veldur þessum vandræðum Carlsberg.

Hagnaður Carlsberg á öðrum ársfjórðungi ársins nam tæpum 3 milljörðum danskra kr. fyrir skatta sem er um milljarði danskra kr, minni hagnaður en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×