Viðskipti erlent

Toppfundur lagðist illa í fjárfesta

Markaðir tóku ekki vel í niðurstöðu fundar þeirra Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gærdag. Flestar vísitölur í kauphöllum Evrópu enduðu í rauðu.

Markaðir á Wall Street fóru í niðursveiflu en hún fjaraði síðan út undir lokin í gærkvöldi. Dow Jones vísitalan endaði 0,3% í mínus og Nasdag var við núllið. Nikkei vísitalan í Japan endaði í mínus O,5% í nótt en Hang Seng vísitalan í Hong Kong endaði 1,4% í plús.

Á fundi leiðtogana var rætt um að tryggja efnahagsstjórn evrusvæðisins með því að stofna sérstakt efnahagsráð svæðisins. Hugmyndin um sérstök sameiginleg evruskuldabréf var hinsvegar slegin út af borðinu í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×