Viðskipti erlent

Statoil fagnar stærsta olíufundi sínum í 25 ár

Statoil hefur fundið nýjar olíulindir í Norðursjó sem taldar eru geta gefið af sér allt að 130 milljarða dollara eða tæplega 15.000 milljarða kr.

Í fréttum um málið í norskum fjölmiðlum er haft eftir Tim Dodson aðstoðarframkvæmdastjóra þróunarsviðs Statoil að um sé að ræða stærsta olíufund í sögu félagsins síðan á miðjum níunda áratug síðustu aldar. Raunar sé um að ræða einn af 10 stærstu olíufundum við Noreg frá upphafi.

Olíulindirnar sem fundust liggja á svokölluðum Aldous og Avaldses svæðum í norska hlutanum af Norðursjó. Statoil á 40% í hvoru svæði um sig, Petero á 30%, norski olíusjóðurinn á 20% og Lundin Petroleum á 10%.

Talið er að allt að 1.200 milljónir tunna af olíu sé hægt að vinna á þessum svæðum og miðað við olíuverðið í dag upp á 109 dollara á tunnuna er verðmætið í heild allt að 15.000 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×