„Það er gríðarlega svekkjandi að tapa þessum leik,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir ósigurinn gegn Eyjamönnum í kvöld.
„Eyjamenn sýndu í kvöld hversu sterkir þeir eru í raun og veru sem sést á því hvar þeir eru staddir í deildinni. Mér fannst við leggja okkur mikið fram, berjast og djöflast en þeir skoruðu tvö mörk og við aðeins eitt. Við náðum að jafna metin og áttum möguleika á því að ná meira útúr þessum leik en það vantar einhvern þéttleika í liðið“.
