Mikið undir á Sedgefield-vellinum - Ólafur Björn mætir stjörnunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 17:30 Davis Love verður á svæðinu líkt og fjölmargar aðrar golfstjörnur. Nordic Photos/AFP Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira