Erlent

Hitabeltisstormurinn Gert stefnir á Bermúda

Hitabeltisstormurinn Gert stefnir nú í áttina að Bermúdaeyjum og hefur verið gefin út stormviðvörun á eyjunum vegna hans.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku veðurstofunni er vindhraði Gert nú kominn yfir 70 kílómetra á klukkustund og fer vaxandi. Sem stendur er reiknað með að Gert fari yfir norðurhluta Bermúdaeyja en mikil úrkoma fylgir þessum stormi.

Gert er sjöundi hitabeltisstormurinn sem myndast á yfirstandandi fellibyljatímabili í Karabíska hafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×