Erlent

Mikil óánægja með störf Barack Obama

Óánægja almennings í Bandaríkjunum með störf Baracks Obama bandaríkjaforseta hefur aldrei verið meiri frá því hann tók við embætti sínu.

Samkvæmt nýrri Gallup könnun eru innan við 40% kjósenda í Bandaríkjunum nú ánægðir með störf forsetans en 54% telja hann standa sig illa í starfinu. Ánægja með störf Obama hefur verið í kringum 40% megnið af þessu ári. Hún fór í 53% um skamma stund í framhaldi af því að bandarísk sérsveit náði að fella Osama bin Laden í Pakistan fyrr í ár.

Ástæðan fyrir óvinsældum forsetans eru einkum deilurnar sem urðu um skuldaþak Bandaríkjanna í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×