Viðskipti erlent

Danir hamstra gull sem aldrei fyrr

Danir hamstra nú gull sem aldrei fyrr og nota sparifé sitt til að fjárfesta í gulli í stað þess að fjárfesta í verð- eða hlutabréfum.

Þessi gullkaup eru í takt við það sem aðrir fjárfestar víða um heim hafa gripið til vegna óróans á hlutabréfamörkuðum.

Í frétt um málið í Jyllands Posten er haft eftir Ole Sloth Hansen hrávörusérfræðingi hjá Saxo bank að Danir hafi keypt meira gull á síðustu 14 dögum en þeir hafa keypt í heild frá áramótum.

Ein af ástæðum þess að Danir kaupa mikið af gulli er að slík kaup eru mun auðveldari en áður. Hægt er að fjárfesta í svokölluðum gullsjóðum og það í gegnum netbanka viðkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×