Viðskipti erlent

Villt vika endar í plús á Wall Street

Mjög villt vika á mörkuðum á Wall Street stefnir í að enda í plús. Fjárfestar hafa kallað vikuna ýmsum nöfnum eins og rússíbanareið og jó jó markaðurinn.

Í fyrstu viðskiptum dagsins er Dow Jones vísitalan í plús 1%, hið sama gildir um S&P 500 en Nasdag er í plús 0,7%.

Góðar líkur eru á að markaðir vestan hafs endi í plús í dag enda sýna nýjar tölur að bandarískir neytendur eru ekki dauðir úr öllum æðum. Dagvöruverslun jókst um 0,5% í síðasta mánuði eða nokkru meira en gert var ráð fyrir. Þar af jókst sala á bensíni og díselolíu um 1,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×