Viðskipti erlent

Credit Suisse í ráðgjöf um kaupin á Iceland

Verslunarkeðjan Morrison er um það bil að ráða svissneska stórbankann Credit Suisse til að vera sér til ráðgjafar við kaupin á Iceland Foods keðjunni. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times í dag. Eins og kunnugt er hefur skilanefnd Landsbankans sett Iceland í söluferli og hljóðar verðmiðinn upp á 1,5 milljarð punda eða um 280 milljarða kr.

Morrison er fjórða stærsta verslunarkeðja Bretlands á matvörumarkaðinum og er að auka við fjölda verslana sinna undir stjórn forstjórans Dalton Philips. Morrison vill ekki tjá sig um málið og í fréttinni segir að fyrirhuguð ráðning Credit Suisse þýði ekki endilega að Morrison muni bjóða í Iceland í heild sinni.

Hinsvegar er líklegt að ef samkeppnisaðili Morrison eignast Iceland verði sá hinn sami að selja eitthvað af verslunum Iceland vegna samkeppnisreglna. Í því tilfelli þyrfti Morrison bankaráðgjöf við að kaupa þær verslanir sem koma á markaðinn.

Talið er að bæði Goldman Sachs og Barclays Capital hafa sýnt því áhuga að verða ráðgjafar Morrison í þessum pælingum um kaupin á Iceland, í heilda eða að hluta til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×