Viðskipti erlent

Bland í poka á Evrópumörkuðum

Nokkrar sveiflur hafa verið í fyrstu viðskiptum á mörkuðum í Evrópu í morgun. Flestir opnuðu í plús, fóru svo strax í rauðar tölur en eru aftur komnir í plús. Svo virðist sem skortsölubann í fjórum ESB ríkjum hafi ekki gert mikið til að róa markaðina.

FTSE vísitalan í London er 0,2% í plús, Dax í Frankfurt er 0,6% í plús en Cac 40 er 0,2% í mínus. Í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hófust viðskiptin á grænum tölum en þær voru snöggar að verða rauðar og er C20 vísitalan í tæpu 1% í mínus sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×