Viðskipti erlent

Setja bann við skortsölu

Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Belgar hafa sett bann við skortsölu á hlutabréfum í bönkum og öðrum fjármálafyirirtækjum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar mikilla sveiflna á virði bréfa af þessu tagi síðustu daga, sérstaklega í Frakklandi þar sem bankinn Sociale Generale hefur orðið einna verst úti.

Skortsala gengur út á að braskarar veðja á að virði hlutabréfa í tilteknu fyrirtæki lækki. Þeir fá þau venjulega lánuð og selja strax, kaupa þau aftur þegar þau hafa fallið í verði og hirða mismuninn í eiginn vasa. Tillkynningin um bannið kom í gærkvöldi og er studd af fjármálaeftirliti Evrópu, ESMA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×