Viðskipti erlent

Gullverðið rauf 1.800 dollara múrinn

Heimsmarkaðsverð á gulli fór yfir 1.800 dollara á únsuna snemma í morgun. Hækkunin hefur síðan gengið aðeins til baka og stendur únsan nú í rúmum 1.780 dollurum.

Ekkert lát hefur verið á verðhækkunum á gulli undanfarnar vikur á sama tíma og mikill órói og verðsveiflur hafa verið á hlutabréfamörkuðum heimsins. Í frétt um málið í Financial Times segir að um tíma í morgun hafi gullverðið náð 1.814 dollurum á únsuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×